Afhverju er síðan bleik? Nú afhverju ekki? Bleikur er uppáhalds liturinn minn og það er ástæðan fyrir að síðan er bleik!
En henta verkefnin ekki öllum? Jú að sjálfsögðu! Er ekki löngu úrelt að tala um stráka og stelpuliti?
Verkefnin henta fyrir stráka, stelpur og stálp (vona að ég sé að beygja þetta rétt, ég er nefnilega ennþá að læra!)
Stálp? Hvað er það? Hugsa eflaust margir. Stálp er nafnorð, samanber strákur og stelpa en á við um kynsegin barn eða ungmenni! Bætið því í orðabókina ykkar!
Kvár er síðan nafnorð, samanber karl og kona en á við um kynsegin fullorðna manneskju! Tilvalið að bæta því líka í orðabókina sína!
Hlýjar kveðjur