Hæhæ
Frá því að ég stofnaði síðuna hef ég alltaf verið með þá hugmynd í kollinum að hleypa fleirum inn á hana til þess að selja verkefni. Afhverju? Það eru frábærir og hugmyndaríkir kennarar út um allt sem sitja á skemmtilegum, fróðleiksríkum og vel hönnuðum verkefnum. Með því að hleypa fleirum inn á síðuna vonast ég til þess að gera íslenskt lærdómssamfélag skemmtilegra, stærra og fjölbreyttara.
Það kannast líklega allir við að vanta auka verkefni fyrir bráðgera nemendur og auðveldari verkefni fyrir þá sem þess þurfa, verkefni fyrir ÍSAT nemendur og svo mætti lenga telja. Því öll viljum við mæta nemendum okkar eins vel og við getum. Ég vona að með því að opna síðuna náum við öll að hjálpast að við að ná markmiðum okkar sem kennarar.
Afhverju er ég ekki búin að gera þetta fyrr? Af því að þetta er búið að vera ótrúlega flókið ferli. Ég er búin að prófa að setja upp allskonar útfærslur en það hefur aldrei gengið. Sum kerfi virka ekki á Íslandi, önnur hleypa fáum inn, greiðslur eru flóknar, útreikningur og ég er búin að lenda á vegg svo ótrúlega oft.
Núna er þetta loksins komið - eða ég vona það.
Ég verð þó ekki hissa ef það kemur eitthvað upp varðandi þetta en þá lærum við af því - mistök eru til þess að læra af þeim!