Skilmálar

Um Skemmtileg verkefni :
Skemmtileg verkefni er rekið af Playroom ehf.
Skektuvogur 6
104 Reykjavík
kt: 640323-0350
skemmtileg.verkefni@gmail.com 

Vöruskilmálar:
Verð á rafrænum verkefnum er m/VSK.
Gjaldmiðill er ISK.
Skemmtileg verkefni áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Greiðsluupplýsingar: 
Hægt er að greiða með öllum helstu debit- og kreditkortum í gegnum örugga greiðslusíðu Rapyd pay. Viðskiptavinur fær kvittun á netfangið sitt eftir kaup. 

Afhending: 
Þegar keypt eru rafræn verkefni af vefsíðunni fær viðskiptavinur skjal sent samtímis á netfangið sitt með vörunni sem keypt var. 

Hægt er að fá aðrar pantanir sendar með Dropp um allt land, sjá afgreiðslustaði. Allar pantanir eru afgreiddar á 0-3 virkum dögum eftir að pöntun berst nema að annað sé tekið fram. Kaupandi ber ábyrgð á að ganga úr skugga um að gefa upp réttar upplýsingar við pöntun. Af öllum pöntunum dreift af Dropp gilda eftirfarandi skilmálar

Sendingarkostnaður er eftirfarandi:
Dropp á höfuðborgarsvæðinu 790 kr.

Heimsending á höfuðborgarsvæðinu 1350 kr.

Dropp utan höfuðborgarsvæðisins 990 kr.

Flytjandi utan höfuðborgarsvæðisins 1290 kr.

Pantanir eru einungis sendar á Flytjanda þar sem Dropp afhendingarstaður er ekki í boði.

Ósóttar pantanir
Hafi vara ekki verið sótt innan 3 mánaða eftir að hún er tilbúin til afhendingar fer hún aftur í sölu. Skemmtileg verkefni áskilur sér rétt á að endurgreiða ekki ósóttar pantanir.
Sé varan ekki til á lager verður haft samband við kaupanda.
Ábyrgðarskilmálar: 
Skemmtileg verkefni tekur ábyrgð ef vara sem viðkomandi fær er gölluð eða með villu. Skemmtileg verkefni gefur sér fimm virka daga til þess að laga vöruna ef um rafræna vöru er að ræða og endursenda.
Forpantanir
Þegar um forpöntun er að ræða er skal lesa vel yfir upplýsingar sem gefnar eru hverju sinni. Forpöntun merkir að varan er ekki til á lager en þú hefur möguleika á því að senda inn pöntun og tryggja þér eintak af vörunni. Athugið að ekki er hægt að hætta við forpantanir né fá þær endurgreiddar þar sem þær eru sérpantaðar fyrir viðskiptavininn, hægt er að skipta vörunni í aðra vöru sé þess óskað sérstaklega. Vegna covid eru uppgefnar dagsetningar á forpöntunum án ábyrgðar og geta tafir átt sér stað án fyrirvara.
Skemmtileg verkefni ber ekki ábyrgð á ófyrirsjáanlegum töfum á forpöntunum. Við munum upplýsa þig þegar pöntunin þín er tilbúin til afhendingar. Greitt er fullt verð fyrir vöruna við forpöntun, líkt og af venjulegum pöntunum.

Vöruskil/endurgreiðsla: 
Þar sem um er að ræða stafræna vöru er ekki hægt að skila né skipta. 
Öðrum vörum er hægt að skila innan 14 daga og fá endurgreiðslu gegn framvísun sölureiknings sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Þetta gildir þó ekki um vörur sem eru sérpantaðar eða útsöluvörur. Vöru fæst eingöngu skilað sé hún ónotuð og í upprunalegum óskemmdum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við verð samkvæmt greiðslukvittun og er varan endurgreidd að fullu nema vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.  
Ef meira en 14 dagar eru frá vörukaupum getur kaupandi skipt vörunni fyrir aðra vöru eða fengið inneignarnótu eftir að varan hefur verið móttekin. Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur og kaupandi ber ábyrgð á sendingunni þar til hún hefur borist Playroom.

Hægt er að skila vörum gegn gjaldi í gegnum vöruskil Dropp hér og er verðið 790kr á höfuðborgarsvæðinu og 990kr utan höfuðborgarsvæðisins. Kostnaðurinn dregst frá upphæðinni sem viðskiptavinur fær endurgreidda eða í formi inneignarnótu.


Sé gallaðri vöru skilað er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við meðfylgjandi sendingarkostnað sem um ræðir, eða endurgreiðum vöruna ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Trúnaður: 

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing:
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.