Skilmálar fyrir seljendur
Skilmálar fyrir söluaðila á SkemmtilegVerkefni.is
1. Skilgreiningar
• „Söluaðili“ (kennari/einstaklingur) er sá sem setur inn efni til sölu.
• „Við“ merkir eigendur og stjórnendur vefsins SkemmtilegVerkefni.is.
2. Réttindi og ábyrgð söluaðila
• Hver sem er yfir 18 ára aldri getur sótt um að selja efni á SkemmtilegVerkefni.is.
• Söluaðili ber fulla ábyrgð á því að allar upplýsingar um hann séu réttar og ekki villandi.
• SkemmtilegVerkefni áskilur sér rétt að biðja um sönnun þess að söluaðili sé sá sem hann segist vera.
• Söluaðili ber fulla ábyrgð á því að efni sem hann setur inn:
-Sé upprunalegt og ekki stolið frá öðrum.
- Innihaldi ekki klámfengið, óviðeigandi, niðurlægjandi eða ólöglegt efni.
• Ef upp kemur ágreiningur um höfundarrétt, ber söluaðili fulla ábyrgð á málinu og við afsölum okkur allri ábyrgð.
• Ef kvartanir berast vegna villna í verkefni, fær söluaðili viku frest til að leiðrétta efnið og hlaða upp nýrri útgáfu.
- Innihaldi ekki klámfengið, óviðeigandi, niðurlægjandi eða ólöglegt efni.
• Ef upp kemur ágreiningur um höfundarrétt, ber söluaðili fulla ábyrgð á málinu og við afsölum okkur allri ábyrgð.
• Ef kvartanir berast vegna villna í verkefni, fær söluaðili viku frest til að leiðrétta efnið og hlaða upp nýrri útgáfu.
• Seljendur geta óskað eftir að birta blogg á síðunni til þess að vekja athygli á sínu efni, kennslu eða öðru sem tengist starfi kennara.
3. Efni, auglýsingar og notkun
Við áskiljum okkur rétt til að:
• Eyða efni af vefnum hvenær sem er, án fyrirvara eða skýringa.
• Nota efnið í markaðssetningu, á samfélagsmiðlum og öðrum efnisgerðum tengdum SkemmtilegVerkefni.is.
4. Verðlagning og greiðslur
• Söluaðili velur sjálfur verð á vörum sínum.
• Athugið að söluverðið sem söluaðili setur inn er með virðisaukaskatti.
• SkemmtilegVerkefni.is heldur eftir og sér um að skila virðisaukaskatti til skattsins.
• Söluaðili velur sjálfur verð á vörum sínum.
• Athugið að söluverðið sem söluaðili setur inn er með virðisaukaskatti.
• SkemmtilegVerkefni.is heldur eftir og sér um að skila virðisaukaskatti til skattsins.
• SkemmtilegVerkefni.is heldur eftir 30% af söluandvirði, undir þeim kostnaði er m.a.:
- Þjónustugjöld fyrir vefhýsingu, greiðslumiðlanir og fleira.
- Auglýsingakostnað
- Umsýsla og þjónusta
- Dreifingu og markaðssetningu verkefna
- Þjónustugjöld fyrir vefhýsingu, greiðslumiðlanir og fleira.
- Auglýsingakostnað
- Umsýsla og þjónusta
- Dreifingu og markaðssetningu verkefna
Dæmi: Þú velur að selja vöru á 1.000 kr. Frá því verði dregst VSK (24%) og 30% þóknun til SkemmtilegVerkefni.is. Söluaðili fær því 564 kr. í sinn hlut.
- (1.000/1,24)*0,7=564 kr.
4.1 Greiðslur til söluaðila
•Söluaðilar geta fylgst með seldum vörum inni á sínum aðgangi og óskað eftir uppgjöri þegar þeim hentar.
•Til þess að óska eftir uppgjöri er sendur reikningur á Playroom ehf. - Kt. 640323-0350 þar sem fram kemur nafn og kennitala söluaðila ásamt lýsingu á því sem verið er að rukka fyrir.
•Þegar reikningur er sendur getur söluaðili sent kröfu á Playroom ehf. eða óskað eftir millifærslu. Reikningar og millifærslur skulu vera með eindaga eigi fyrr en 7 dögum eftir gjalddaga reiknings.
•Athugið að söluaðilar bera sjálfir alla ábyrgð á sínum VSK skilum ef þeir bæta VSK á reikninginn til Playroom ehf.
5. Ábyrgð
• Við berum enga ábyrgð á gæðum, innihaldi eða lögmæti verkefna sem söluaðilar setja inn.
• Við berum enga ábyrgð á gæðum, innihaldi eða lögmæti verkefna sem söluaðilar setja inn.
• Við tryggjum ekki að verkefni seljist né að þau henti ákveðnum markhópum.
6. Lokun aðgangs og brot á skilmálum
• Ef söluaðili brýtur gegn skilmálum (t.d. setur inn stolið efni eða óviðeigandi efni) áskiljum við okkur rétt til að:
• Eyða viðkomandi efni tafarlaust
• Loka fyrir aðgang að markaðstorginu án endurgreiðslu eða fyrirvara
• Eyða viðkomandi efni tafarlaust
• Loka fyrir aðgang að markaðstorginu án endurgreiðslu eða fyrirvara
7. Samþykki
Með því að búa til aðgang sem söluaðili samþykkir þú ofangreinda skilmála og skuldbindur þig til að fara eftir þeim.