Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

skemmtilegverkefni

Samverudagatal

Samverudagatal

Venjulegt verð 4.500 ISK
Venjulegt verð Söluverð 4.500 ISK
Útsala Uppselt
Material

Hver kannast ekki við það að börnin hlaupi fram í desember, opni dagatal og fái mola eða lítið dót. Hvernig væri það ef að börnin hlypu fram, opna fallega myndskreyttan miða og lesa einhverja samveru sem fjölskyldan mun gera þann daginn?

Markmið samverudagatalsins er að auka ljúfar samverustundir og búa þannig til fleiri og nýjar minningar innan fjölskyldunnar. Engar áhyggjur, hugmyndirnar á miðunum eru mjög fjölbreyttar, sumar er mjög auðvelt að framkvæma en aðrar taka lengri tíma og meiri orku. Þar sem þú færð yfir hundrað myndskreytta miða getur þú sett upp dagatalið eins og hentar þér og þinni fjölskyldu best.

Dagatalið kemur útprentað til þín og innihald þess er:

  • 110 myndskreyttir miðar fyrir samverudagatal ásamt tveimur miðum sem er hægt að skrifa á sjálf/ur
  • Myndir til þess að lita (passar við dag í dagatalinu)
  • Tvö blöð til að skrifa óskalista (passar við dag í dagatalinu)
  • Tvö jólabingó (passar við dag í dagatalinu)
  • Tvö blöð til að skrifa jólasögu (passar við dag í dagatalinu)
  • Jólakúlur til að klippa út og skreyta (passar við dag í dagatalinu)
  • Teningaspil (passar við dag í dagatalinu.

Hægt er að nota dagatalið með fjölskyldunni, bekknum þínum, vinnustaðnum eða í raun hverjum sem er.

Hægt er að greiða auka 500 krónur og fá miðana prentaða á karton (auka skjölin eru á venjulegum pappír). Það gæti hentað betur betur ef þið ætlið að festa miðana upp eina og sér en ef þið ætlið að setja miðana í poka, box eða annað er líklega betra að hafa þá úr venjulegum pappír. Það er ekki búið að klippa miðana út - ástæðan er sú að þetta eru margir miðar og þeir týnast frekar ef þeir eru klipptir. Þú hefur því meiri stjórn svona.

Dagatalið kemur í takmörkuðu upplagi.

Skoða allar upplýsingar